fbpx

Hvað er útbreiddasta mannréttindabrot heims?

Heim / Dæmi um styrktarverkefni / Hvað er útbreiddasta mannréttindabrot heims?

Cover UnnsteinnOfbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.

Þrátt fyrir mörg framfaraskref þá eru öll samfélög heimsins þjökuð af kynbundnu ofbeldi. Víða ríkir refsileysi og lögum ekki framfylgt. Á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu frekari framfarir ekki eiga sér stað. Kynjajafnrétti næst aðeins með áframhaldandi þrautseigju og samtakamætti. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur sem á sér stað inni á heimilum, í almenningsrýmum sem og í stríði og á átakasvæðum.

Vissir þú að…

… yfir helmingur allra morða á konum í Ástralíu, Kanada, Ísrael, Suður Afríku og Bandaríkjunum er af hendi maka eða kærasta
…39 þúsund stúlkur á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti er þvinguð í hjónaband á hverjum einasta degi. Af þessum sökum er mæðradauði helsta dánarorsök     unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum
…140 milljónir stúlkna hafa þurft að þola afskurð á kynfærum sínum
…Yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
… að ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á líðsleiðinni

Verkefnin eru mörg og brýn. Kynbundið ofbeldi hefur víðtæk áhrif á samfélagið í heilsufarslegu-, efnahagslegu- sem og félagslegu tilliti en rannsóknir sýna að þegar konur eru heilbrigðar eru samfélög heilbrigð.

UN Women trúir því að forvarnir, fræðsla, aðgengi að réttri þjónustu og bætt löggjöf séu skilvirkustu leiðirnar til þess að stemma stigu við ofbeldi. Öll verkefni UN Women miða að því að styðja við og veita þolendum ofbeldis heildræna þjónustu með það að markmiði að þau verði virkir samfélagsþegnar á ný.
Þegar þú styrkir verkefni UN Women tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í fátækustu löndum heims kraft og von.
Því miður hefur engin þjóð enn náð raunverulegu kynjajafnrétti en til þess að ná því þurfa allir að búa við raunverulegt jafnrétti, ekki bara helmingur mannkyns. Líkt og framkvæmdastýra UN Women orðaði það í ræðu sinni í Hörpu síðastliðinn október:

„Við verðum að muna að annað orð yfir lýðræði, er jafnrétti. Lýðræði þýðir nefnilega „ekkert um okkur, án okkar“. Konur um allan heim eru stöðugt að reyna að verða teknar inn í ákvarðanatökur um málefni sem varða þær sjálfar.“- Phumzile Mlambo Ngcuka.

Nú er tækifærið – Stöndum saman gegn kynbundnu ofbeldi!

Ég vil gerast mánaðarlegur styrktaraðili 

Related Posts