fbpx

HeForShe

Heim / Fréttir / HeForShe

10005434 264746123649561 2145069928 nHerferð UN Women HeforShe var formlega ýtt úr vör um síðustu helgi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Herferðin miðar að því að hvetja karlmenn til þátttöku í baráttunni fyrir auknu kynjajafnrétti og fá milljarð karlmanna og drengja fyrir september 2015 til þess að taka þátt í að binda enda á kynjamisrétti.

Leikkonan Emma Watson sem nýlega tók við hlutverki velgjörðarsendiherra UN Women hélt ógleymanlega ræðu um málefnið þar sem hún sagði: „Það er kominn tími til að við lítum á kynin sem hluta af sama litrófinu í staðinn fyrir tvær andstæðar fylkingar. Við ættum að hætta að skilgreina okkur eftir því sem við erum ekki og byrja að skilgreina okkur eftir því sem við erum.“

Þá sagði hún enn fremur,  „Jafnrétti kynjanna er líka ykkar mál.“ Ræða Harry Potter-leikkonunnar vakti svo sterk viðbrögð að gestir risum úr sætum sínum og klöppuðu ákaft fyrir þessari upprennandi baráttukonu. Íslenskir karlmenn er hvattir til þess að láta til sín taka og skrá sig á www.heforshe.is Þar má finna allar upplýsingar um átakið.

Saman getum við breytt heiminum!

Ræðu Emmu Watson má finna hér.

Related Posts